Láttu vísindin vinna með þínu fyrirtæki
Hvað er R+
R+ er leiðin til að laða fram það besta í fólki
Það er ekki að ástæðulausu að við kusum að kalla ráðgjafarfyrirtæki okkar R+. Í þeim fræðum sem við byggjum á er R+ lykilhugtak. Þar er R+ heitið yfir það sem hvetur fólk áfram og með réttri notkun laðar fram það besta í starfsfólki. Við hjá R+ aðstoðum stjórnendur við að nýta þessi fræði til að byggja upp enn betri vinnustað. Hvort sem það er með öflugri ráðgjöf í hönnun og uppsetningu hegðunarkerfa, eða sérsniðnum vinnustofum og fyrirlestrum.
Sjá meira hérÞjónusta
Þjónusta byggð á þekkingu og raunprófunum
Okkar sérstaða liggur í skilningi á lögmálum hegðunar og kunnáttu á kerfisbreytingum í fyrirtækjum. Í gegnum ráðgjöf, vinnustofur og fyrirlestra vinnum við með fyrirtækjum og stofnunum að því að nýta þessi lögmál til að hanna enn betri vinnustað.
Sjá meira hérUm okkur
Við viljum vinna með stjórnendum til að hanna enn betri vinnustað!
Stofnendur R+ eru hjónin Sigríður Soffía Sigurjónsdóttir, doktor í atferlisgreiningu með áherslu á endurgjöf á vinnustað, og Gestur Gunnarsson, sálfræðingur. Þau kynntust Atferlismiðaðri stjórnun fyrir tæpum tuttugu árum og féllu fyrir því hversu skýr og árangursrík aðferð þetta er. Síðan þá hafa þau viðað að sér þekkingu og reynslu sem nýtist til að aðstoða allar gerðir fyrirtækja við að laða fram það besta í sínu starfsfólki.
Sjá meira hérFræðin
Á hverju byggjum við?
Hjá R+ hlaupum við ekki eftir eftir tískubylgjum né finnum við upp hjólið. Við byggjum okkar þjónustu á raunprófuðum aðferðum sem við sníðum að þörfum viðskiptarvinarins hverju sinni.
Við höfum tekið saman yfirlit yfir þau fræði sem við byggjum okkar starf á, svo þeir sem eru sérstaklega áhugasamir geti kynnt sér bakgrunninn.
Sjá meira hér