Rannsóknir eru grunnsteinn vísinda og þegar rannsóknarniðurstöðum er safnað saman þá nálgumst við heildarmynd og fáum betri skilning. Hér eru nokkur dæmi um rannsóknir innan atferlisvísindanna. Aðferðirnar eru þó mun fleiri en þær sem er farið yfir hér og nánast engin takmörk fyrir hvar og hvernig megi nota atferlisvísindin til að bæta val og hegðun, í vinnu og frítíma.
Yfirlitsgrein: Endurgjöf gefin með aðferðum Atferlismiðaðrar stjórnunar er áhrifarík
Þar sem endurgjöf er vinsælasta íhlutunin í Atferlismiðaðri stjórnun er mikilvægt að fá yfirlit yfir notkun hennar á vinnustöðum. Niðurstöður hagnýtra rannsókna, birtar í 71 tímaritsgrein, sýndu að endurgjöf virkaði næstum alltaf mjög vel (meðal áhrifastærð var 0,78). Tekin voru saman atriði sem einkenndu þær rannsóknir sem báru mestan árangur. Endurgjöf virkaði best þegar henni var blandað við forvera og afleiðingar, þegar starfsfólk hélt utan um endurgjöfina, ef hún var gefin myndrætt, munnlega og skriflega. Jákvæð endurgjöf gefin til einstaklinga, eins fljótt og auðið er virkaði best. Þó verður að hafa í huga að aðstæður á hverjum vinnustað eru mismunandi og margar útgáfur af endurgjöf hafa sýnt gríðarlegan árangur. Því má mæla með að hanna endurgjafarkerfi á flestum vinnustöðum.
Lesa má yfirlitsgreinina í heild sinni hér
Endurgjöf og fræðsla minkar eldsneytisnotkun um tæp 7%
Hópur atvinnubílstjóra í Noregi fékk fræðslu hvenær eigi að slökkva á vél ökutækis og hvenær ekki. Auk þess að brýnt var fyrir þeim mikilvægi þess að minka eldsneytisnotkun. Hegðunarmótunarkerfi, sem innihélt meðal annars endurgjöf í sms, minkaði lausagang úr 20,3% í 15,4% og eldsneytisnotkun minkaði einnig um 6,6%
Lesa má rannsóknina í heild sinni hér
Sjálfsmat og endurgjöf bætir gæði samskipta starfsfólks og sjúklinga
Samskipti starfsfólks á heimili fyrir heilabilaða sjúklinga og íbúanna þar voru tekin upp. Starfsfólkið var látið meta gæði eigin samskipta og annara með sérhönnuðum gátlista. Eftir síendurtekið mat endurgjöf bættust samskipti til muna, frá 0-8% atriða á gátlista upp í 59-81%.
Lesa má rannsóknina í heild sinni hér
Verkfræðingar auka afköst með því að forgangsraða verkefnum
Þó að verkfræðingarnir væru færir og ynnu vel eyddu þeir ekki nægum tíma í mikilvægustu verkefnin. Yfirmenn gáfu endurgjöf og hrós eftir því sem við átti og á einu ári jókust afköst hópsins um 73%
Lesa má rannsóknina í heild sinni hér
Bættar verkefnalýsingar, áminningar og árangurslínurit bæta þjónustu og auka sölu á veitingastað.
Starfsfólk á veitingastað heilsaði viðskiptavinum oftar (fór úr 15,4% – 61,6% ). Að bjóða fleiri vörur (eins og snakk eða smáköku) jókst einnig, úr 51,7% í 73,0% eftir að hegðuanarmótunarkerfi var innleitt á vinnustað þeirra.
Lesa má rannsóknina í heild sinni hér
Leiðinlegu verkin gerð skemmtileg fyrir hóp millistjórnenda á hjúkrunarheimilum
Verkefni stjórnenda voru skoðuð með áherslu á að finna hvað það var sem gerði að sum verkin sátu á hakanum, þau verkefni sem voru kölluð leiðinleg. Með þessari greiningu var hægt að fjarlægja neikvæðar afleiðingar sem leiddi til þess að stjórnendum fannst verkin töluvert skemmtilegri og voru líklegri til að vinna þau.
Lesa má rannsóknina í heild sinni hér
Mannslífum bjargað með því að einfalda ákvörðunarstrúktúrinn
Flestir þeirra sem vilja verða líffæragjafar skrá sig samt sem áður ekki sem líffæragjafar. Með því að breyta ákvörðunarstrúktúrnum úr því að þurfa að skrá sig sem líffæragjafi, yfir í að þurfa að skrá að maður vilji ekki gefa líffæri (opt in eða opt out) má auka líffæragjafir og bjarga fjölda mannslífa. Lönd þar sem þurfti að skrá sig sem líffæragjafa höfðu um 5-25% íbúa sem líffæragjafa, meðan löndin þar sem þarf að neyta því að vera líffæragjafi höfðu yfir 85% íbúa sem líffæragjafa.
Salernin gerð snyrtilegri og kostnaður við þrif minkaður með flugu.
Skemmtilegt dæmi um hvernig það hegðunarvísindin geta aðstoðað við hönnun umhverfis sem styður við samsfélagslega æskilega hegðun. Með því að setja mynd af flugu í pissuskálarnar er hægt að minka „sull“ um allt að 80% því karlmenn eru líklegir til að „miða“ á fluguna.
Lesa má meira um þessa aðferð hér
Fólki auðveldað að byrja að spara með því að fjarlægja hindranir.
Vinnuveitandi sendi reglulega tölvupóst á starfsfólk til að hvetja þau til að spara. Hægt var að stofna sparnað gegnum vinnuna þar sem tekið var af launum áður en þau voru útborguð, en fáir nýttu sér það. Með því að breyta tölvupóstinum og leggja áherslu á að allt væri tilbúið fyrir sparnað og eina sem þyrfti að gera væri að ýta á einn hnapp þá voru fjórum sinnum fleiri sem skráðu sig í sparnað.
Lesa má skýrsluna í heild hér
Þetta er einungis smá sýnishorn af rannsóknum. Fleiri rannsóknir og dæmi má meðal annars finna á þessum síðum: