R+ er leiðin til að laða fram það besta í fólki
Það er ekki að ástæðulausu að við kusum að kalla ráðgjafarfyrirtæki okkar R+. Í þeim fræðum sem við byggjum á er R+ lykilhugtak. Þar er R+ heitið yfir það sem hvetur fólk áfram og með réttri notkun laðar fram það besta í starfsfólki. Við hjá R+ aðstoðum stjórnendur við að nýta þessi fræði til að byggja upp enn betri vinnustað. Hvort sem það er með öflugri ráðgjöf í hönnun og uppsetningu hegðunarkerfa, eða sérsniðnum vinnustofum og fyrirlestrum.
R+ stendur fyrir jákvæður styrkir. Já þú last rétt, styrkir ekki styrkur! Hljómar svolítið skrítið en þetta er hin íslenska þýðing á enska fræðiheitinu (positive reinforcement). Eitt af grunnlögmálum hegðunar er að ef jákvæður styrkir fylgir hegðun þá eykst sú hegðun. Ekki nóg með það, R+ eykur einnig áhuga og vellíðan og er notkun hans eina leiðin til að laða fram það besta í fólki, á siðlegan og skemmtilegan hátt. Þetta er það sem við viljum standa fyrir.
The best way to run an organization is also the best way to treat people
– Sherman Roberts
Það sem við hjá R+ sérhæfum okkur í er að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að finna plúsana á sínum vinnustað. Með því að finna, búa til og hámarka plúsana er hægt að laða fram það besta hjá starfsfólki og fyrirtæki, öllum til góða.
Sjá meira um þjónustu okkar hér
