Við trúum ekki á „one-size fits all“ nálgun á fyrirtækjaþróun. Rannsóknir sýna að einstaklingsmunur getur haft gríðarlega mikið að segja um hvernig starfsmaður bregst við t.d. þjálfun og endurgjöf, og það þarf kannski ekki langan lista af rannsóknum til að vita að öll erum við mismunandi.
Á vinnustofunum er fyrst lögð áhersla á að kenna þáttakendum ákveðin grunnatriði. Síðan er unnið með hvernig þessi grunnatriðið nýtist á þeirra vinnustað auk þess að gera ráðstafanir varðandi hvernig megi breyta eigin hegðun á vinnustaðnum. Því alveg sama hversu frábært og skemmtilegt námskeið er, það er ekki fyrr en hegðun breytist á vinnustað sem það hefur borið árangur.
Vinnustofur hönnum við fyrir hvert fyrirtæki og finnum saman hvaða áherslur eigi að leggja og hvaða hegðun sé í brennidepli. En til að gefa hugmynd um hvað okkur finnst gaman að tala um er hér listi yfir vinnustofur: