Með því að auka skilning á fræðilegum bakgrunni endurgjafar er hægt að stórbæta samskipti og líðan á vinnustað. Endurgjöf getur verið marskonar og margsslungin og er svo sannarlega meira en bara hrós eða last. Þetta er vinnustofa sem getur hentað fyrir bæði undir- og yfirmenn.
Eftir vinnustofuna eiga þáttakendur að geta gert stuttlega grein fyrir hegðunarlögmálunum sem eru ástæða þess að endurgjöf hefur áhrif, og muninn á áhrifum á líðan og afköst. Auk þess að geta nýtt þá kunnáttu til að gefa betri endurgjöf.
Hversvegna ekki að fá sérfræðing í samskiptum og doktor í endurgjöf til að kenna þínu fólki hvernig megi nýta þetta flugbeitta verkfæri til fulls?