Flest fyrirtæki hafa valið sér gildi sem eigi að leiðbeina þeirra starfi og tryggja að allir starfsmenn vinni að sömu markmiðum. Þetta er þó tekið mis alvarlega og ekki alltaf að starfsfólk muni hver gildin séu, og sjaldgæfara að starfsfólkið viti hvað þau eigi að gera til að vera að vinna í samræmi við þessi gildi. Því er sjaldan að gildin séu að leiðarljósi í daglegu starfi. Algengara er að yfirmenn leggi áherslu á skammtíma markmið og beri kennsl á KPI (Key Performance Indicators) eins og t.d. veltu, biðtíma, markaðshlutdeild eða fjölda heimsókna á heimasíðu. Sem er vissulega auðveldara að skilja og stjórna eftir. Það sem vantar oft er síðasti hlekkurinn í keðjunni; KBI (Key Behavior Indicators). KBI segir til um hvaða hegðun leiði að því að ná markmiðum og er því mikilvægt fyrir stjórnendur að bera kennsl á, fylgjast með og stjórna KBI-um. Því það er sú hegðun sem þeir eiga að kalla fram hjá starfsfólki. Það er alls ekki svo að gildi og KPI séu ekki mikilvæg, það sem er mikilvægt er að sé hægt að tryggja að keðjan hangi saman. Að það sem starfsfólk geri til að ná markmiðum samræmist gildum fyrirtækis. Ef fjárfest er í tíma til að þjálfa hinn almenna starfsmann í að sjá samhengið, og skilja gildi fyrirtækis, er líklegra að þau vinni eftir þeim, án þess að þurfa að vera undir stöðugu eftirlit.
Þessi vinnustofa er tvíþætt og er fyrst sett upp fyrir yfirmenn og síðan almennt starfsfólk. Á vinnustofu fyrir yfirmenn er þeim kennt að þekkja og stjórna hegðun sem samræmist gildunum. Á vinnustofu fyrir starfsfólk er unnið með að læra gildin, og það sem mikilvægara er hvaða hegðun samræmist gildum. Eftir vinnustofuna eiga starfsmenn að hafa skilning á hvers sé ætlast til af þeim í vinnunni og hvernig gildin geti leiðbeint þeim í daglegu starfi.