Á þessari vinnustofu köfum við ofan í best practice nálgun á frammistöðustjórnun. Starfsmenn hafa ómetanlegar upplýsingar um hvernig eigi að leysa verkefnin. Sumir eru betri en aðrir og afhverju ekki að fá alla til að gera hlutina eins og þeir bestu gera þá?
Á vinnustofunni, sem er ætluð fyrir stjórnendur, er farið í hvernig megi finna þá bestu, hvað þeir gera öðruvísi og læra af þeim. Síðan verður farið í grunnatriði frammistöðustjórnunar til að hægt sé að dreyfa þessum bestu starfsháttum til allra starfsmanna. Þessi nálgun hefur verið algeng hjá hjá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í sölu og þjónustu, en hefur gefið góða raun í öllum tegundum fyrirtækja t.d. hjá augnlæknum og norsku vinnumálastofnun. Að lokum verður fjallað um tengsl ofhvatningar og burn-out og rætt hvað stjórnendur eigi að gera til að forðast að hvatning og endurgjöf „back-fire“.
Eftir vinnustofuna eiga þáttakendur að geta fundið bestu starfshætti og með lögmálum hegðunar kennt öðrum að gera það sama.
Make the rest act like the best