Af hverju geta þau ekki bara gert eins og ég bið þau um?

Hvers vegna heldur fólk áfram að koma of seint, vinna verkefnin illa, gleyma að skila skýrslunum, [settu inn vandamál frá þínum vinnustað] þó að þú sért búinn að segja hvernig eigi að gera þetta? Oft. Og fjölgar upphrópunarmerkjunum í hvert skipti.

Það eru tvær leiðir til að fá fólk til að gera eitthvað. Þú getur gert eitthvað áður en starfsfólkið á að gera eitthvað (kallast forveri hegðunar) eða eftir að það gerir eitthvað (kallast afleiðing hegðunar). Forverar eru leiðbeiningar, auglýsingaskilti, nöldur og allt annað sem við notum til að ýta fólki af stað til að gera eitthvað. Forverar eru mest notaðir í stjórnun, þú heldur fund eða námskeið til að útskýra fyrir starfsfólki hvernig eigi að gera hlutina og starfsfólkið gerir það… stundum… í smá tíma… Gallinn er að það er þetta sem kemur eftir hegðun (afleiðingin) sem hefur mest áhrif á hvort fólki takist að breyta vananum. Þú verður að fylgja eftir því sem þú segir með afleiðingum, því forverar stjórna ekki hegðun einir og sér. Forverar koma hegðun af stað, afleiðingar viðhalda henni.

Á þessari vinnustofu er yfirmönnum kennt að setja sig í spor undirmanna og skilja hvernig núverandi hegðunarkerfi (forverar og afleiðingar) séu að hafa áhrif á starfsfólkið. Áherslan er á að skilja hvernig starfsaðstæður hafa áhrif á hegðun, og því sem mikilvægara er, hvernig megi breyta því. Að vinnustofu lokinni standa þáttakendur eftir með öflugt tæki til að greina vandamál og hvernig megi láta breytingar endast!