Almennt um vinnustofur

VINNUSTOFUR

Við trúum ekki á „one-size fits all“ nálgun á fyrirtækjaþróun. Rannsóknir sýna að einstaklingsmunur getur haft gríðarlega mikið að segja um hvernig starfsmaður bregst við t.d. þjálfun og endurgjöf, og það þarf kannski ekki langan lista af rannsóknum til að vita að öll erum við mismunandi.

Fyrst er lögð áhersla á að kenna þáttakendum ákveðin grunnatriði. Síðan er unnið með hvernig þessi grunnatriðið nýtist á þeirra vinnustað auk þess að gera ráðstafanir varðandi hvernig megi breyta eigin hegðun á vinnustaðnum. Því alveg sama hversu frábært og skemmtilegt námskeið er, það er ekki fyrr en hegðun breytist á vinnustað sem það hefur borið árangur.

Til að geta boðið þínu starfsfólki (almennu starfsfólki og/eða yfirmönnum) uppá vinnustofu sem á möguleika á að skila sér í breyttri hegðun á vinnustað verðum við að vinna saman og taka mið af því hverjar áskoranirnar eru. Því geta efnistök og lengd verið mismunandi og breytilegt hvort námskeið henti stjórnendum eða starfsfólki.

Smelltu hér til að skoða vinnustofurnar okkar og hér til að hafa samband til að heyra um fleiri möguleika.