Atferlismiðuð stjórnun (OBM) rannsakar, og hagnýtir, atferlisgreiningu á vinnustöðum. Áhersla er lögð á að meta og breyta vinnuumhverfi til að bæta frammistöðu starfsmanna og árangur fyrirtækis.
Kerfisnálgun (Behavioral Systems Analysis) er sá hluti OBM sem horfir á fyrirtækið sem heild. Til að skilja hvernig kerfið vinnur þarf að greina undirþætti fyrirtækis og skoða frammistöðu, ferla og skipulagsheildi hvert í sínu lagi til sjá hvernig þættirnir passa saman. Hvert sé framlag einstaklinga og hópa til heildarinnar og hvernig sé hægt að láta þá vinna best saman að markmiðum fyrirtækis.
Í stað þess að byrja með fyrirfram afmarkað vandamál, eins í og frammistöðustjórnun, að þá er verið að skipuleggja og stjórna því hvernig megi hafa jákvæð áhrif á skipulagsheildina. Horft er á frammistöðu, ferla og heildina og greint hvernig virknin er á hverju sviði og hvort þau vinni saman að betri árangri. Það er til lítils að eyða tíma í frammistöðuverkefni ef kerfið hagnast ekki á því. Til dæmis er til lítils að auka framleiðslu ef söludeildin og lagerinn geta ekki tekið við og komið út vörunum. Einnig er algengt að ferlar vinni gegn tilgangi fyrirtækis og mikilvægt er að koma auga á þá og breyta.
Ef þú otar saman frábærum starfsmanni og lélegu kerfi vinnur kerfið næstum alltaf. Rummler og Brache.
Í þessu myndbandi frá OBMNetwork útskýrir einn helsti sérfræðingur á sviðinu hvað felist í kerfisnálgun. Svona fyrir “fellow nerds” sem vilja kafa dýpra ; )