Behavioral economics


Þó að OBM sé sú fræðigrein sem við höfum unnið mest með, þá er atferlishagfræði einnig mjög hagnýt þegar á að vinna með hegðun á vinnustað. Frumkvöðlar atferlishagfræði hafa hlotið nóbelsverðlaun fyrir sín störf. Fyrst Daniel Khaneman árið 2002, en hann vann í fjölmörg ár með Amos Tversky að því að skilja hvernig við tökum ákvarðanir og hvers vegna þær eru ekki alltaf svo gáfulegar. Bókin Thinking Fast and Slow segir frá rannsóknum þeirra, og annara, á aðgengilegan hátt og hefur hún notið mikilla vinsælda. Richard Thaler hlaut nóbelsverðlaunin 2017. Hann ásamt Cass Sunstein, gaf út áhrifamikla bók; Nudging, sem varð til þess að atferlishagfræði varð gríðarlega útbreidd.

Atferlishagfræðin sækir innblástur í félagssálfræði og leggur áherslu á hegðun. Grunnhugmyndin er að hegðun fólks er ekki alltaf eins rökleg og módel hagfræðinga gera ráð fyrir. Við tökum ákvarðanir sem stangast á við það sem við vitum að er best fyrir okkur. Ákvarðanir sem koma í veg fyrir að við náum þeim markmiðum sem við höfum sett okkur í lífi og starfi. Dæmi sem margir kannast við eru að eiga kort í líkamsrækt en fara aldrei. Skynsamlegast væri að segja upp kortinu, en fjöldin allur af fólki gerir það samt ekki heldur eru styrktaraðilar í fleiri mánuði. Sömu sögu er að segja með mataræðið, fólk er mun líklegra til að plana að borða hollt en breyta síðan í óhollt þegar hungrið seðjar að og komið er að því að borða, þetta má til dæmis lesa um í þessari rannsókn. Með því að skoða þetta ósamræmi og finna ástæður þess að við högum okkur ekki alltaf skynsamlega er hægt að hagræða umhverfinu til að sporna gegn því.

Þekktustu dæmin um áhangendur atferlishagfærði eru að Barack Obama nýtti sér þessi fræði þegar hann var forseti Bandaríkjanna, og forsætisráðherra Bretlands Tony Blair stofnaði sér deild til að rannsaka og hagnýta þekkingu á hegðunarmótun. Með minniháttar breytingum á umhverfinu náðu þeir að gera stórar breytingar á hegðun. Til dæmis þegar atvinnuleitendur voru spurðir hvaða vinnur þær ætluðu að sækja um næstu viku, í stað þess að spyrja hvað þeir hefðu sótt um í síðustu viku, þá voru þeir fljótari að fá vinnu. Sem sparaði stórfé í atvinnuleysisbætur. Um þessa deild, Behavioral Insights Team má lesa meira t.d. í bókinni Inside the Nudge Unit eða á vefsíðunni þeirra. Kjarninn í Nudging er choise arcitecture, það er að segja hvernig megi hagræða í umhverfinu svo fólk taki betri ákvarðanir. Sem er í grunninn það sama og er gert í atferlismiðaðri stjórnun. Með því að þekkja bæði fræðasviðin höfum við breiðari nálgun og fleiri rannsóknir að byggja okkar vinnu á.

Dæmi um hvernig atferlishagfræði getur verið hagnýtt má sækja til BIT sem hefur sett fram einfalda minnisreglu fyrir þá sem eru að reyna að hafa áhrif á hegðun annara. EAST Easy – Attractive – Social – Timely Sem segir að ef þú vilt breyta hegðun skaltu reyna að gera það auðvelt, aðlaðandi, félagslegt og tímanlega.