Fræðin

Á hverju byggjum við?

Hjá R+ hlaupum við ekki eftir eftir tískubylgjum né finnum við upp hjólið. Við byggjum okkar þjónustu á raunprófuðum aðferðum sem við sníðum að þörfum viðskiptarvinarins hverju sinni.

Við höfum tekið saman yfirlit yfir þau fræði sem við byggjum okkar starf á, svo þeir sem eru sérstaklega áhugasamir geti kynnt sér bakgrunninn.

Í meira en 60 ár hafa lögmál hegðunar verið nýtt til að hanna betri vinnustaði. Sú nálgun byggir á næstum 100 ára rannsóknarhefð innan sálfræði þar sem lögmál hegðunar eru fundin með það að markmiði að skilja, spá fyrir um og hafa áhrif á hegðun. Ógrynni rannsókna hafa verið framkvæmdar og birtar í ritrýndum tímaritum. Þar hefur verið sýnt hvernig, oft minniháttar breytingar, geta leitt til stórra breytinga í hegðun fólks og þar af leiðandi afkomu fyrirtækja.

Þær tvær vísindagreinar sem við byggjum mest á eru báðar nátengdar sálfræðinni; Atferlismiðuð stjórnun (Organizational Behavior Management (OBM) og Atferlishagfræði (Behavioral Economics). Lesa má meira um hverja fyrir sig hér.

Hér má sjá stuttar lýsingar á ólíkum rannsóknum sem hafa verið framkvæmdar undir merkum atferlismiðaðrar stjórnunar og atferlishagfræði. Við munum halda áfram að bæta við.

Þetta er ekki nýjasta tíska – þetta eru þrautreynd vísindi