Frammistöðustjórnun (Performance Management)

Atferlismiðuð stjórnun (OBM) rannsakar, og hagnýtir, atferlisgreiningu á vinnustöðum. Áhersla er lögð á að meta og breyta vinnuumhverfi til að bæta frammistöðu starfsmanna og árangur fyrirtækis.

Frammistöðustjórnun (Performance Management) er stærsti undirflokkur OBM. Þegar Dr. Aubrey Daniels byrjaði að nota hugtakið á áttunda áratugnum var hann að lýsa því hvernig hægt væri að fá starfsfólk til að gera það sem stjórnendur telji að sé best fyrir fyrirtækið, samtímis sem að áhersla er á að starfsfólki líði vel. Þó að mikið hafi breyst og margar rannsóknir aukið skilning okkar enn frekar á hvernig megi stjórna starfsfólki á siðlegan og árangursríkan hátt þá er þessi grundvallarhugsun enn kjarninn í frammistöðustjórnun. Það er að segja hvernig megi nýta lögmál hegðunar til að stjórna bæði hegðun, líðan og árangri.

Frammistöðustjórnun snýr að stjórnun einstaklinga eða hópa, þar sem vandamálið – eða sú breyting sem er óskað eftir að verði – er frekar afmarkað. Snýr þá ferlið að því að greina hvaða hegðun leiði til þeirra markmiða. Fyrst þarf að greina hvort séu einhverjar hindranir sem þurfi að færa úr vegi. Eru t.d. allir starfsmenn búnir að fá þjálfun, eru til öll tæki og tól, er ósamræmi milli þess sem yfirmenn segja og gera o.s.frv. Að því loknu er unnið að því að bæta við jákvæðum styrki í kjölfar æskilegrar hegðunar, t.d. spennandi verkefni, frítími, skemmtun eða viðurkenning. Árangur er alltaf mældur og gerðar breytingar á íhlutun ef á þarf að halda. Íhlutun í frammistöðustjórnun inniheldur oftast endurgjöf, í bland við aðra þætti eins og markmiðasetningu, skýrari vinnuferla, gátlista og starfsmannafögnuði, svo eitthvað sé nefnt. Allar eiga íhlutanirnar það sameiginlegt að árangur er mældur reglulega (yfirleitt daglega) og fylgst með yfir lengri tíma, og endanlegt markmið er að íhlutunin, í einhverri mynd, verði hluti af daglegum rekstri fyrirtæki og starfsmönnum til hagsbóta.

Hér getið þið séð “faðir Atferlismiðaðrar stjórnunar”, Dr. Aubrey Daniels, tala um R+