Fyrirlestrar

Fyrirlestrar

Flestir okkar fyrirlestrar eru sniðnir að stjórnendum og fjalla á léttan hátt um hagnýtingu grunnlögmála hegðunar við stjórnun t.d. hvernig hægt er að gefa góða endurgjöf. Þó er auðvitað líka mikið sem hinn almenni starfsmaður getur lært af atferlismiðaðri nálgun á hegðunarbreytingar, t.d. með að gefa endurgjöf sín á milli.

Við sníðum fyrirlestrana að þörfum okkar viðskiptavina. Það sem við tölum um tengist alltaf hegðun, líðan og hegðunarbreytingum. Hér eru dæmi um fyrirlestra sem okkur finnst skemmtilegt að halda, en þetta er þó ekki tæmandi listi yfir efnistök.

Klestann! Endurgjöf og samskipti á vinnustað. Hvernig getur þú hagnýtt þetta flugbeitta verkfæri starfsfólki og fyrirtæki til góða?

Atferlismiðuð stjórnun 101. Hér kynnum við stuttlega grunnlögmálin sem allt okkar starf byggir á. Stutt, hnitmiðað, hagkvæmt!

Brennur kertið í báða enda? Fjöllum um tengsl ofhvatningar og kulnunar. Hvað getur þú gert til að fyrirbyggja að missa fólk í kulnun?

Það sem þú mælir er það sem þú færð. Hvernig eru mælanlegu markmiðin að hafa áhrif á hegðun? Ekki alltaf eins og við plönum!

Samskipti og fyrirtækjamenning. Hvað getur þú gert til að bæta samskiptin og menningu vinnustaðarins? Blöndum saman atferlisgreiningu og hóparannsóknum nóbelsverðlaunahafa!

Sjálfbærni og hegðun. Hvað getur þú gert til að bjarga heiminum meðan þú ert í vinnunni? Fjallað um sjálfbærni út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðana.

Afhverju erum við ekki alltaf skynsöm? Hvað geta atferlisvísindin kennt okkur um rökleysu okkar og annara? Rökleysa (irrationality) er mannleg og með því að vera meðvituð um algengar rökvillur getum við látið þær hafa minni áhrif á okkur.

Góðbendingar (Nudging). Fylgdu í fótspor Barack Obama og kynntu þér Nudging! Lærðu hvernig framsetning og ákvarðanastrúktur hefur áhrif á hegðun.