Gildi R+

Hlutverk okkar er að hjálpa stjórnendum að skapa betri vinnustað þar sem starfsfólki líður vel og hegðun stuðlar að bættum árangri fyrirtækisins.
Í starfi okkar eru þrjú megingildi sem við leggjum okkur fram við að vinna eftir:


HEILINDI – JÁKVÆÐNI – RAUNPRÓFAÐUR ÁRANGUR

Heilindi
Heilindi eru hornsteinn í öllu vísindastarfi og við erum fyrst og fremst ,,vísindanördar” með áhuga á fólki. Við berum hag allra sem verða fyrir áhrifum af okkar vinnu fyrir brjósti og horfum heildrænt á árangur og áhrif. Vísindin sem við viljum deila með ykkur eru sannreynd og við vinnum innan þeirra siðareglna sem vísindunum fylgja. Við brennum fyrir að deila með sem flestum hvernig þessi vísindi geta haft áhrif á hegðun og líðan starfsfólks.

Jákvæðni
Það eru tvær leiðir að því að auka hegðun, jákvæður- og neikvæður styrkir. Báðar leiðir geta borið árangur fyrir fyrirtæki þ.e.a.s. báðar leiðir fá fólk til að gera það sem þarf í vinnunni. Munurinn er að með því að leggja áherslu á jákvæðu leiðina þá líður starfsfólki betur, leggur sig meira fram, starfsmannavelta minnkar o.s.frv. Við viljum auka jákvæðu leiðina og höfum það að leiðarljósi í öllu okkar starfi. Það sem við kennum stjórnendum, er að bæta við jákvæðni á vinnustaðnum. Þegar stjórnendur læra að beita jákvæðum styrki á kerfisbundinn hátt er hægt að hanna vinnustaðamenningu sem einkennist af jákvæðni og framþróun. Það er jákvætt fyrir alla!

Raunprófaður árangur
Í fyrsta lagi er allt okkar starf byggt á raunprófuðum aðferðum, birtum í ritrýndum tímaritum. Ekki síður þá nálgumst við hvert verkefni sem eigið rannsóknarverkefni þar sem hlutlægar mælingar eru lykillinn að því að geta metið árangur. Engir tveir vinnustaðir eru eins, og engir tveir einstaklingar eru eins. Því er ,,kopi-paste” nálgun ekki til þess fallin að ná hámarks árangri á öllum vinnustöðum.