Nýliðinn – Hvað er ég eiginlega að gera hérna?

Hvernig tekur þú á móti nýju starfsfólki? Vita þau hvers er ætlast til af þeim? Atferlismiðuð stjórnun er mjög vel til þess fallin að byggja upp kunnáttu og sjálfstraust hjá nýju starfsfólki. Þessi vinnustofa er hugsuð fyrir stjórnendur þar sem þeir læra grunnatriði atferlismiðaðrar stjórnunar, með áherslu á hvernig þjálfa eigi nýtt starfsfólk. Þó að grunnlögmál hegðunar eigi auðvitað við líka fyrir starfsfólk með lengri starfsreynslu, þá eru þarfir nýrra starfsmanna aðrar og þær verða í brennidepli. Vinnustofan hentar sérstaklega vel fyrir fyrirtæki sem taka á móti mörgum starfsmönnum og með rekstur þar sem há starfsmannavelta er algeng.

Eftir vinnustofuna hafa þáttakendur skrifað hegðunarmiðaðar verklýsingar, og kunna að búa til og aðlaga slíkar lýsingar. Einnig hafa þeir lært að nota þessar verklýsingar til að gefa endurgjöf og hvetja starsfólkið áfram, þannig að starfsfólkið nái sem fyrst fullri virkni á vinnustaðnum.