Öryggi á vinnustað

Flest slys verða vegna mannlegra mistaka. Er þá fljótgert að telja að það sé eitthvað að manneskjunni sem gerir mistök og farið er af stað til að finna sökudólk. En oftar en ekki er það kerfið sem manneskjan er að vinna í sem er sökudólgurinn. Á þessari vinnustofu ætlum við að kafa í kerfið og hvernig megi hanna kerfi sem sporna við mannlegum mistökum. Auk þess að fara í grunnatriði Öryggisstjórnunar.

Vinnustofan er fyrir yfirmenn, en áður en vinnustofan er haldin framkvæmum við rýnihópa með starfsfólki og niðurstöður þeirra eru kynntar í byrjun vinnustofu. Þetta er gert til að tryggja að þeirra innsýn í hvaða venjur eru ógn við öryggi komi fram. Að vinnustofu lokinni eiga stjórnendur að geta aðlagað rútínur til að stuðla að bættu öryggi og sett upp hegðunarkerfi sem viðheldur öryggishegðun yfir lengri tíma.