Atferlismiðuð stjórnun (OBM) rannsakar, og hagnýtir, atferlisgreiningu á vinnustöðum. Áhersla er lögð á að meta og breyta vinnuumhverfi til að bæta frammistöðu starfsmanna og árangur fyrirtækis.
Öryggishegðun (Behavior-Based Safety) er sá undirfokkur OBM sem hefur hlotið hvað mesta almenna athygli vestanhafs. Vinsældirnar má rekja til þess að öryggi starfsmanna fær sem betur fer alltaf meiri og meiri athygli og kröfur um öryggt vinnuumhverfi verða sífelt strangari. Þá gefa aðferðir atferlisgreiningar okkur einfalda leið til að bregðast við þessum auknu kröfum um öryggi og vellíðan starfsfólks. Með því að greina og breyta vinnuumhverfi má draga úr meiðslum og stuðla að öruggri hegðun meðal stjórnenda og starfsmanna. Lögð er áhersla á samskipti um öryggi, endurgjöf og styrkingu, auk hefðbundins öryggiseftirlits.
Þessi nálgun leggur áherslu á fyrirbyggjandi starf til að auka öryggi. Öryggishegðun leggur áherslu á að draga úr áhættu og minniháttar atvikum með því að fylgjast með hegðun einstaklings. Afleiðingar hegðunar eru greindar og séð til þess að öryggri hegðun fylgir viðeigandi styrkir. Þessi nálgun hefur verið notuð á allt frá því að koma í veg fyrir álagsmeiðsl tengd því hvernig fólk beytir sér í vinnunni til þess að koma í veg fyrir stórslys í stóriðju á borð við álver.
Í þessu myndbandi segir Dr. Judy Agnew í stuttumáli frá kjarnanum í öryggishegðun. Á YouTube rás ADI geta þessir áhugasömustu fundið enn meira efni um öryggi á vinnustað.