Ráðgjöf og íhlutanir

Niðurstöður rannsókna eru skýrar. Til að fá fram varanlegar breytingar þarf að hanna varanlegt kerfi og það er það sem ráðgjöfin okkar snýst um. Hvort sem verið sé að kljást við sérhæft vandamál sem þurfi að leysa (Frammistöðustjórnun), bæta öryggi (Öryggisstjórnun) eða fyrirbyggja vandamál og hámarka velgengni með bættri fyrirtækjamenningu (Kerfisstjórnun) að þá getum við aðstoðað við þróun og innleiðingu íhlutana og hegðunarkerfa.

Við ætlum ekki að blanda okkur inn í hvaða stefnu fyrirtækið eigi að taka eða hvernig þið rekið það. Þar sem að starfsfólk fyrirtækisins veit yfirleitt betur en við hvernig eigi að leysa kjarnaverkefnin og sérsviðin fjölbreytt er það langt út fyrir okkar sérsvið. Okkar sérsvið er hegðun. Hvernig megi hanna umhverfið þannig að það auðveldi öllum að gera það sem er rétt. Hvernig við fáum kerfið til að vinna með fyrirtækinu og starfsfólkinu en ekki á móti. Við viljum deila með ykkur kunnáttuni á okkar fagi; stjórnun sem tekur mið af mannlegri hegðun.

HEGÐUN – MÆLINGAR – ÁRANGUR
Vísindalega nálgunin okkar sést ekki bara í því að við notum rannsóknarniðurstöður til að finna lausnir fyrir þitt fyrirtæki. Við nálgumst líka verkefnin eins og eigið rannsóknarverkefni. Þar sem skilgreina þarf hvað eigi að skoða, hver markmiðin séu, hvað eigi að gera til að ná markmiðunum og svo mæla og fylgjast með breytingum í hegðun og árangri. Árangur næst með að hanna vinnuumhverfið þannig að það styrki hegðun sem leiðir að þeim markmiðum sem búið er að bera kennsl á.
Til að hámarka afköst og ánægju eiga þessar breytingar að einkennast af því að auka magn jákvæðra styrkja (R+) og tengja þá við þá hegðun sem við viljum auka.

Ertu forvitin að vita hvernig R+ getur hjálpað þér að bæta frammistöðu og vinnustaðamenningu? Ekki hika við að hafa samband og bóka fund.