Þjónusta

Þjónusta byggð á þekkingu og raunprófunum

Okkar sérstaða liggur í skilningi á lögmálum hegðunar og kunnáttu á kerfisbreytingum í fyrirtækjum. Í gegnum ráðgjöf, vinnustofur og fyrirlestra vinnum við með fyrirtækjum og stofnunum að því að nýta þessi lögmál til að hanna enn betri vinnustað.

Hvort sem að það er sértækt vandamál þar sem t.d. gengur illa að fá starfsfólk til að aðlagast breytingum eða nýliðaþjálfun gengur hægt. Eða almennari metnaður um betri vinnustaðamenningu og aukna nýsköpun. Þú setur markmiðin og við hjálpum þér að stýra þínu fólki þangað. Við bjóðum einnig uppá vinnustofur og fyrirlestra þar sem við kennum stjórnendum og starfsfmönnum að nýta lögmál hegðunar á sínum vinnustað.

Eitt af því fyrsta sem við kennum okkar viðskiptavinum er að árangur tekur tíma. Að senda starfsfólk á eitt námskeið og búast við kúvendingu í starfsháttum eða móral er eins og að mæta einu sinni í ræktina og búast við að líta út eins og Ragga Nagli!

Við viljum aðstoða alla okkar viðskiptavini við að setja upp raunsætt prógram þar sem langtíma og skammtíma markmið eru skýr, og það sem fólk lærir á vinnustofum eða fyrirlestrum skili sér í daglegt starf. Þar sem starfsfólkið vinnur að því á hverjum degi að færa fyrirtækið nær sínum markmiðum.

Við sníðum alltaf okkar fyrirlestra og vinnustofur að því fyrirtæki sem við erum að vinna með. Því er 30 mínútna undirbúningsspjall alltaf innifalið. Endilega bjallaðu í okkur í síma 6949796/6925569 eða sendu okkur póst á rplus@rplus.is til að fá okkur í óskuldbindandi heimsókn.