Vinnum betur saman

Það þurfa ekki allir að vera eins og syngja kúmbaja í kór til að geta unnið vel saman. Vinnustofan byggir á starfi nóbelverðlaunahafans Elenor Ostrom, sem rannsakaði hvernig hópar vinna saman við nýtingu náttúruauðlinda. Hvað er það sem einkennir farsæla hópa og hvernig geta aðrir hópar gert það sama? Þessi vinnustofa hentar vel fyrir hópa sem vinna náið saman. Farið yfir kjarngildi góðrar samvinnu og hópurinn fær handleiðslu í að koma sér saman um hvernig samvinnu eigi að vera háttað og hvað hver og einn geti lagt af mörkum til að gera hópinn sterkari.

Að vinnustofu lokinni eiga þáttakendur að hafa klára aðgerðaráætlun þar sem er skýrt hvað þeir vilji gera meira af og er það kjörin byrjunarreitur fyrir hegðunaríhlutun.